Friday, May 25, 2012

Fiskblómapottur

Það sem litlir hlutir geta kætt mann. Fann þennan fiskpott í Góða í dag, þegar ég skondraðist þangað eftir vinnu. Fiskurinn er vestur þýskur kaldastríðsleir, frá Vetter. Mér finnst hann kjút.

4 comments:

  1. Fáránlega flottur og kjút fyrir kóríander.
    (Er þetta ekki annars örugglega kóríander sem vex svona lystilega í eldhúsinu?)

    ReplyDelete
  2. Takk fyrir það! Þetta er reyndar ítölsk steinselja, sem er með flötum blöðum en ekki "krulluðum". Ég á nóg til ef þið viljið fá steinseljupott hjá mér:)

    ReplyDelete
  3. Dæ, ég hugsaði steinselja en fannst þessi flötu blöð ekki passa, hann er líka sætur fyrir steinselju. Við settum einmitt "krullaða" steinselju niður útí garði en kærar þakkir fyrir afar gott boð : )

    ReplyDelete