Monday, July 16, 2012

Lampi frá Glit



Glit framleiddi aðskiljanlegustu muni, afskaplega fjölbreytta. Held stundum að Glit hafi framleitt allt sem hægt er að framleiða úr keramiki, nema kannski klósett.

Hér er Glitlampi. Skermur frá íslenskri skermagerð prýðir hann. Mér finnst þetta svalt og hef stundum hugsað um hvílíkt gósenland heimili mitt væri þeim propsara sem vantaði gamalt dót fyrir kvikmynd sem gerast á á sjöunda eða áttunda áratug síðustu aldar. Skil ekki af hverju ég hrífst svona af fortíðardóti - það er aldeilis ekki eins og ég vilji búa í fortíðinni, fuss og fne. Frekar skreppa þangað í tímavél og krækja mér í flott stöff til að taka með mér aftur til framtíðar.

En nú er sumar. Það gleður mig.

6 comments:

  1. Rosalega flottur lampi, Glit virðist hafa framleitt óliklegustu hluti.
    Er að komast að því að Funi virðist líka hafa gert marga ansi skemmtilega hluti.
    Skemmtilegt blogg hjá þér
    Lína

    ReplyDelete
  2. Takk, Lína!
    Ég á líka nokkra fína hluti frá Funa og Roða. Ætla einhvern tímann að taka þá saman og mynda. Svona þegar ég nenni:)

    ReplyDelete
  3. Þekki ekkert til Roða, en mikið væri gaman að sjá myndir af hlutum frá þessum gömlu verkstæðum.
    Lína

    ReplyDelete
  4. Já, mig langar að sinna "íslensku deildinni" betur. Geri það um leið og ég hef tíma:)

    ReplyDelete
  5. Wonderful lamp Elizabeth Arnardóttir :) very Lava....i like your blog too :)
    Lisa x

    ReplyDelete